Alaskalúpína og skógarkerfill

Alaskalúpína og skógarkerfill eiga sér ekki langa sögu hér á landi. Báðar tegundirnar voru fluttar inn sem garðplöntur en síðar var lúpínan nýtt til uppgræðslu. Þær eru báðar mjög stórar og áberandi og virðist skógarkerfill eiga mjög auðvelt uppdráttar í lúpínubreiðum.

Á undanförnum árum hefur orðið nokkur umræða um áhrif þessara plantna á náttúru landsins en þær eru fyrstu dæmin um framandi plöntutegundir sem verða ágengar hér á landi.

Að frumkvæði umhverfisráðherra starfar stýrihópur sem hefur það hlutverk að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru Íslands. Lögð er áhersla á miðhálendið og friðlýst svæði. Eitt af verkefnunum var að taka saman upplýsingar um tegundirnar og eru þær birtar á þessari vefsíðu.