Bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil

Vorið 2013 var gefinn út bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil en plönturnar eru fyrstu dæmin um ágengar framandi plöntutegundir sem breiðast út hér á landi. Í bæklingnum er stuttlega komið inn á einkenni tegundanna, áhrif þeirra á vistkerfi landsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu þeirra.