Dæmi um upprætingu

Á undanförnum árum hafa ýmsir aðilar lýst yfir áhuga á að hefta útbreiðslu ákveðinna plöntutegunda og á nokkrum stöðum hefur verið farið út í aðgerðir.  Í mörgum tilfellum má rekja upphaf þessara aðgerða til athugasemda frá almenningi. Hér eru tilgreind nokkur dæmi um aðgerðir. Nokkur sveitarfélög eru að undirbúa aðgerðir gegn alaskalúpínu og skógarkerfli og má þar nefna Ísafjörð sem stefnir á að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og á síðasta ári var útbreiðsla þessara tegunda kortlögð í sveitarfélaginu. Einnig hefur Garðabær nýlega slegið lúpínu innan bæjarlandsins.

Þeir sem hafa áhuga á að bregðast við útbreiðslu þessara tegunda er bent á að hafa samband við JLIB_HTML_CLOAKING .