Aðgerðir

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að uppræting tegunda getur tekið langan tíma og byggist árangurinn m.a. á eðli tegundanna og umfangi útbreiðslunnar. Oft er nauðsynlegt að endurtaka aðgerðir um árabil til að eyða öllum plöntum og koma í veg fyrir nýliðun af fræforða í jarðvegi.

Áður en aðgerðir hefjast er best að fá sem heildstæðast yfirlit yfir útbreiðsluna. Fyrstu aðgerðir ættu að miða að því að koma í veg fyrir frekari dreifingu, t.d. með því að eyða öllum stökum plöntum og smáum breiðum á jaðri vaxtarsvæðis. Þá er einnig mikilvægt að koma í veg fyrir frekari dreifingu fræs út á ný svæði, t.d. með því að slá plöntur áður en fræ ná að þroskast. Miklu máli skiptir að eyða plöntum sem vaxa við læki og ár en með því má koma í veg fyrir að fræ berist með vatni langar leiðir.

Hér á landi hefur aðallega verið beitt reytingu, beit, slætti eða úðun með illgresiseyði til að hefta útbreiðslu eða uppræta alaskalúpínu og skógarkerfil. Á greiðfæru landi má beita vélum en þar sem aðstæður eru erfiðar, aðgengi slæmt og land torfært, henta handvirkar aðgerðir best. Við val á aðgerðum þarf að taka tillit til aðstæðna, svo sem annars gróðurs á svæðinu, umhverfissjónarmiða og viðhorfa almennings.

Eyðing alaskalúpínu

Val á leiðum og kostnaður ræðst fyrst og fremst af því hversu greiðfært landið er og hversu auðvelt er að komast að því:

Eyðing skógarkerfils

Erfitt er að uppræta skógarkerfil eftir að hann hefur komið sér fyrir og myndað breiður. Stafar það einkum af því að hann hefur mikla og djúpstæða forðarót sem hann getur vaxið upp af að nýju eða myndað hliðarskot frá. Einnig er fræframleiðsla mikil og stofnvöxtur ör. Ekki eru þekkt dæmi um að skógarkerfill hörfi fyrir öðrum gróðri hér á landi. Nánast enginn gróður þrífst í sverði þéttrar skógarkerfilsbreiðu. Val á leiðum við að uppræta skógarkerfil ræðst fyrst og fremst af því hversu greiðfært landið er og hversu auðvelt er að komast að því:

Nánari upplýsingar veitir Magnús H. Jóhannsson hjá Landgræðslu ríkisins.