Beit

Við beit er hluti af vef plantna fjarlægður og það hefur áhrif á vöxt og þroska þeirra. Við það að missa blöð og stöngla minnkar hæfni plantna til að keppa við óbitnar plöntur í kring. Beitarþol plantna er mjög misjafnt eftir tegundum. Grös og aðrir einkímblöðungar þola beit vel vegna þess að vaxtarbroddurinn er staðsettur niður við rót en blómjurtir, tré og runnar eru viðkvæmari því vaxtarsprotinn er efst á stönglinum eða greinaendum og er því fjarlægður við beit. Ungar plöntur eru viðkvæmari fyrir beit en þær eldri og sé planta bitin áður en hún hefur náð að mynda öflug laufblöð til ljóstillífunar getur það haft neikvæð áhrif á vöxt hennar allan vaxtartímann.

Plöntur beita allskyns tækni til að verjast beit. Sumar eru búnar þyrnum ýmiskonar á meðan aðrar framleiða ólystug varnarefni sem gera þær bragðvondar eða jafnvel eitraðar.

Grasbítar velja sér ákveðnar plöntur og plöntutegundir umfram aðrar og getur því beitin haft mikil áhrif á tegundasamsetningu gróðurlenda. Þetta þýðir að samsetning þess gróðurs sem bitinn er oft mjög frábrugðinn því sem ríkir í beitilandinu. Þess má geta líka að plöntuval er mjög mismunandi á milli grasbíta.

 

Sauðfé á beit í Skaftafelli í Vatnajökulsþjóðgarði.