Reyting

Einföld aðferð við að fjarlæga plöntur er að rífa þær upp. Nauðsynlegt er að rífa þær upp með rótum og vænlegast er að gera þetta áður en fræ ná að þroskast. Þetta er erfið og tímafrek aðferð en er skynsamlegasta leiðin þegar um fáar plöntur er að ræða. Ef plöntur fjölga sér með rótarskotum, þarf að fjarlægja plönturnar og eyða þeim til að koma í veg fyrir að þær skjóti rótum að nýju.