Sláttur

Við slátt er ofanjarðarhluti plantna skorinn af og þær verða að reiða sig á eftirlifandi neðanjarðarhluta til endurvaxtar. Ef plöntur eru vannærðar eða með lítinn forða í rótum er endurvöxturinn í samræmi við það. Slátturinn er ólíkur beitinni að því leyti að beitardýr velja hvað þau éta en slátturinn ekki. Sláttur hefur minni áhrif á grös en tvíkímblöðunga þar sem vaxtarsproti grasa liggur djúpt í sverðinum og er hann ekki sleginn. Vaxtarsprotar tvíkímblöðunga eru hins vegar staðsettir yst á greinum og í blaðöxlum plantna ofanjarðar og eru því slegnir í burtu. Rótarforði skiptir tvíkímblöðunga því miklu máli þegar kemur að endurvexti.