Eyðing alaskalúpínu með slætti

Árangursríkast er að slá alaskalúpínu á láglendi á tímabilinu 20. júní til 15. júlí þegar hún er í háblóma og áður en plönturnar bera fræ. Á þessum tíma er hún viðkvæm fyrir slætti þar sem forði plöntunnar að mestu ofanjarðar en rótarforðinn er lítill. Endurvöxtur lúpínu sem slegin er á þessu tímabili er mjög lítill. Tilgangslítið er að slá hana að vori eða að hausti. Nauðsynlegt er að slá plönturnar niður við jörð svo enginn ljóstillífandi vefur verði eftir ofanjarðar. Slátturinn gefur samkeppnisplöntum lúpín­unnar tækifæri til að ná yfirhöndinni í gróður­sverðinum og á það sérstaklega við grös. Við slátt næst þó illa til kím- og ungplantna og fræforði skilar nýjum plöntum um nokkurra ára skeið. Endurtekinn sláttur er því nauðsynlegur. Algengast er að alaska­lúpína sé slegin með vélorfum en beita má dráttarvélum á akfæru landi.