Hvernig get ég aðstoðað?

Þú getur aðstoðað með því að senda inn upplýsingar um vaxtarstaði alaskalúpínu og skógarkerfils innan friðlýstra svæða og á miðhálendinu sem þú veist af.

Stýrihópurinn safnar þessum upplýsingum til að fá sem besta yfirsýn yfir dreifingu tegundanna. Stýrihópurinn mun einnig hafa samband við sveitarfélög, stofnanir og ýmis félagasamtök, m.a. ferðafélög, útivistarhópa, þjóðgarðsverði, landverði, landgræðslufélög, skógræktarfélög og Bændasamtök Íslands til að afla frekari upplýsinga.

Áhersla verður lögð á að safna gögnum um útbreiðslu tegundanna innan friðlýstra svæða og á miðhálendinu. Með því að fá yfirlit yfir útbreiðslu tegundanna á þessum svæðum verður í framhaldinu hægt að sporna við útbreiðslu þeirra á markvissari hátt. Við viljum fá upplýsingar um vaxtarstað þó einungis sé um eina plöntu að ræða.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um vaxtarstaði og/eða aðgerðir við að uppræta eða hefta útbreiðslu tegundanna, eru beðnir að fylla út eyðublað og senda Náttúrufræði-
stofnun Íslands.

 

Eyðublað um útbreiðslu

Eyðublað um aðgerðir

Einnig er möguleiki á að fylla inn upplýsingar rafrænt.

Heimilisfangið er:

Náttúrufræðistofnun Íslands
Urriðaholtsstræti 6-8
210 Garðabæ
JLIB_HTML_CLOAKING

Alaskalúpína nemur land á mel á Vestfjörðum??

Nánari upplýsingar veitir Ásrún Elmarsdóttir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.