Útfylling eyðublaða

Þegar eyðublöðin eru fyllt úr er vert að hafa nokkur atriði í huga.

GPS-hnit: Við skráningu á GPS-hniti er best að vera í miðju breiðunnar eða standa sem næst plöntunni sé um staka plöntu að ræða. Sé þess kostur er gott að senda rafrænar skrár með GPS-hnitum.

Ljósmynd: Æskilegt er að ljósmynd af viðkomandi svæði fylgi með hverri skráningu (GPS-hniti) sem sýni útbreiðslu tegundarinnar eftir því sem mögulegt er svo og aðliggjandi gróður og staðhætti.

Uppræting: Hafi plöntu eða plöntum verið eytt skal tilgreina með hvaða aðgerðum það var gert.

 

Öll gögn (GPS-hnit, eyðublöð og ljósmyndir) er best að fá send rafrænt.

 

Eyðublað fyrir skráningu á staðsetningu alaskalúpínu og skógarkerfils má nálgast hér.

Eyðublað fyrir skráningu á aðgerðum til upprætingar alaskalúpínu og skógarkerfils má nálgast hér.